Það eru ekki margir sem verða þess heiðurs aðnjótandi að styttur séu gerðar þeim til heiðurs, en söngkonan Rihanna er ein af þeim. Í Berlín er gríðarstór stytta af söngkonunni þar sem vantar á hana höfuðið. Andlit hennar hefur verið málað á bringu styttunnar.
Rihanna skellti sér að sjálfsögðu í heimsókn til hauslausu eftirlíkingarinnar, sem gerð er eftir mynd sem blaðasnápur náði af henni á strönd. Okkur til mikillar gleði tók hún allt fundinn upp á Snapchat.
Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan var söngkonan alsæl með tvífara sinn. Hún fékk sér kampavín áður en hún fór og fann styttuna, enda ekki á hverjum degi sem maður hittir risastóra útgáfu af sjálfum sér.
Styttan er eftir kólumbíska listamanninn Juan Sebastián Peláez og er hluti af níunda Berlínar tvíæringnum.
