Volkswagen lætur Tesla svitna með 500 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:05 Volkswagen ætlar að sýna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem komast á 500 km á hverri hleðslu. Bara það eitt ætti að láta aðra rafmagnsbílaframleiðendu svitna aðeins, ekki síst Tesla, sem nú býður aðeins fremur dýra rafmagnsbíla sem komast hátt í þessa vegalengd á hverri hleðslu. Bíllinn sem Volkswagen mun sýna er svokallaður tilraunabíll og ekki tilbúinn til fjöldaframleiðslu, en við honum má búast árið 2018 eða 2019. Þessi rafmagnsbíll á að vera á stærð við Volkswagen Golf en rýma álíka mikið og Volkswagen Passat. Það gæti bent til þess að bíllinn verði í laginu eins og Budd tilraunabíllinn sem Volkswagen hefur áður sýnt og flokkast sem fjölnota bíll. Það að þessi bíll eigi hugsanlega að koma á markað árið 2018 bendir til þess að Volkswagen sé að flýta fyrri áformum sínum um smíði rafmagnsbíla, en upphaflega átti svona bíll að koma á markað árið 2020. Dísilvélaskandallinn hefur breytt áformum Volkswagen og nú er mun meiri áhersla lögð á smíði rafmagnsbíla og tengitvinnbíla. Volkswagen ætlar að vera með 20 gerðir rafmagnsbíla í boði árið 2020 og eru þá tengiltvinnbílar meðal þeirra. Þeir eiga svo að verða orðnir 30 talsins árið 2025. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Volkswagen ætlar að sýna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem komast á 500 km á hverri hleðslu. Bara það eitt ætti að láta aðra rafmagnsbílaframleiðendu svitna aðeins, ekki síst Tesla, sem nú býður aðeins fremur dýra rafmagnsbíla sem komast hátt í þessa vegalengd á hverri hleðslu. Bíllinn sem Volkswagen mun sýna er svokallaður tilraunabíll og ekki tilbúinn til fjöldaframleiðslu, en við honum má búast árið 2018 eða 2019. Þessi rafmagnsbíll á að vera á stærð við Volkswagen Golf en rýma álíka mikið og Volkswagen Passat. Það gæti bent til þess að bíllinn verði í laginu eins og Budd tilraunabíllinn sem Volkswagen hefur áður sýnt og flokkast sem fjölnota bíll. Það að þessi bíll eigi hugsanlega að koma á markað árið 2018 bendir til þess að Volkswagen sé að flýta fyrri áformum sínum um smíði rafmagnsbíla, en upphaflega átti svona bíll að koma á markað árið 2020. Dísilvélaskandallinn hefur breytt áformum Volkswagen og nú er mun meiri áhersla lögð á smíði rafmagnsbíla og tengitvinnbíla. Volkswagen ætlar að vera með 20 gerðir rafmagnsbíla í boði árið 2020 og eru þá tengiltvinnbílar meðal þeirra. Þeir eiga svo að verða orðnir 30 talsins árið 2025.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent