Vefrisinn Google með nýtt stýrikerfi í smíðum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 11:00 Óvíst er hvaða hlutverki nýja stýrikerfið Fuchsia mun gegna. Vísir/Getty Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu. Tækni Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forsvarsmenn Google eru að smíða nýtt stýrikerfi sem er alveg ótengt Android. Síða um nýja stýrikerfið, sem nefnist Fuchsia, birtist á dögunum á kóðasíðunni GitHub. Milljarðar snjallsíma styðjast við Android-stýrikerfi Google í dag. Forsvarsmenn Google hafa ekki tilkynnt neitt um þetta nýja stýrikerfi. Heimildir Business Insider benda til þess að það sé enn í frumþróun, því er enn algjörlega óljóst undir hvað stýrikerfið verði notað. Bloggarar á Android Police telja að mögulega verði það notað fyrir internet hlutanna, meðal annars snjallheimilistæki eins og ísskápa og brauðristir. Á blogginu eru færð rök fyrir því að Linux-stýrikerfið og Android-stýrikerfið séu ekki góð fyrir óhefðbundnar tölvur. Því sé eðlilegt að Google vilji þróa nýtt stýrikerfi fyrir internet hlutanna, eins og fyrirtækið gerði fyrir snjallsíma á sínum tíma. Vert er að nefna að Fuchsia er ekki takmarkað við internet hlutanna. Bloggarar Android Police skoðuðu stýrikerfið vandlega og sáu að hægt verður að nota það í fjölda kerfa, meðal annars í snjallsíma og borðtölvur. Það getur því verið að Fuchsia leysi Android- og Chrome-stýrikerfin af hólmi, til þess að sama stýrikerfi verði notað bæði í hefðbundnum tölvum og snjallsímum. Aðrar getgátur eru um að Fucshia sé einfaldlega skemmtilegt verkefni Google-starfsmanna og muni aldrei líta dagsins ljós hjá almenningi. Einungis tíminn mun leiða í ljós hver ætlun Google er með nýja stýrikerfinu.
Tækni Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira