Að mestu snýst leikurinn um að berjast gegn Stormsveitum Fyrstu reglunnar og að leysa ýmsar þrautir. Flestar þrautirnar eru leystar með því að brjóta eitthvað og byggja eitthvað nýtt úr því. Þá má finna margar þrautir sem eingöngu sérstakar persónur geta leyst og því er alltaf hægt að spila borð aftur með öðrum persónum og gera eitthvað nýtt.
Í leiknum er hægt að spila sem rúmlega 200 mismunandi persónur og hægt er að aka og fljúga fjölda farartækja. Meðal persóna eru Rey, Finn, Poe, Darth Vader, Darth Maul, Leia Organa, Poe Dameron og margir margir fleiri. Þá eru oft á tíðum margar útgáfur af mismunandi persónum. Þar að auki eru fjölmargar persónur sem hefur ekki farið mikið fyrir í sögunni.
Einnig má finna nokkur aukaborð með því að safna gylltum kubbum. Eitt þeirra fjallar til dæmis um það hvernig Han og Chewie gómuðu skrímslin sem gengu berserksgang um skip þeirra í myndinni.
LSW: TFA reynir alls ekki að taka sig alvarlega. Það er lítið hægt að segja um eða setja út á grafík þar sem persónur leiksins og umhverfi er byggt úr legokubbum. Setningar úr kvikmyndinni eru oft á tíðum notaðar til þess að talsetja leikinn og verður stundum skrítið.
Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur.