Benz og BMW draga á Audi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 11:20 Samkeppni lúxusbílaframleiðendanna þýsku er hörð í Kína Audi hefur lengi verið það þýska lúxusbílamerki sem selt hefur flesta bíla í Kína. Audi bar gæfu til þess að hefja fyrst þeirra öfluga markaðssókn í þessu stærsta bílalandi heims nú og reisti fyrst þeirra þriggja bílaverksmiðju þar. Mercedes Benz og BMW hafa hinsvegar verið að sækja sig mjög í sölu í Kína og vöxtur þeirra beggja er umtalsvert meiri þar en hjá Audi undanfarið. Í síðasta mánuði var vöxtur Mercedes Benz 26% á kínverska bílamarkaðinum, 19% hjá BMW en 9,9% hjá Audi. Audi selur ennþá fleiri bíla en hinir tveir, eða 46.454 í síðasta mánuði á meðan Benz seldi 37.277 og BMW 40.200 bíla. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur Audi selt 335.580 bíla í Kína en BMW 287.753 og Mercedes Benz 257.276 bíla. Vöxtur Audi á árinu nemur 6,5%, BMW 8,5% en heil 32% hjá Mercedes Benz, sem sækir hraðast á í sölu í Kína. Öll fyrirtækin hafa uppi mikil áform um aukna sölu með kynningu á nýjum bílgerðum. BMW kynnti fyrst X1 jeppling sinn í maí á þessu ári, Audi bætir við A4 í lengri gerð en grunngerðin og Benz ætlar að kynna lengri gerð E-Class bíls síns í haust. Ekkert þessara fyrirtækja er með allar sínar bílgerðir á markaði í Kína, en þeim mun fjölga mjög á næstunni. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Audi hefur lengi verið það þýska lúxusbílamerki sem selt hefur flesta bíla í Kína. Audi bar gæfu til þess að hefja fyrst þeirra öfluga markaðssókn í þessu stærsta bílalandi heims nú og reisti fyrst þeirra þriggja bílaverksmiðju þar. Mercedes Benz og BMW hafa hinsvegar verið að sækja sig mjög í sölu í Kína og vöxtur þeirra beggja er umtalsvert meiri þar en hjá Audi undanfarið. Í síðasta mánuði var vöxtur Mercedes Benz 26% á kínverska bílamarkaðinum, 19% hjá BMW en 9,9% hjá Audi. Audi selur ennþá fleiri bíla en hinir tveir, eða 46.454 í síðasta mánuði á meðan Benz seldi 37.277 og BMW 40.200 bíla. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur Audi selt 335.580 bíla í Kína en BMW 287.753 og Mercedes Benz 257.276 bíla. Vöxtur Audi á árinu nemur 6,5%, BMW 8,5% en heil 32% hjá Mercedes Benz, sem sækir hraðast á í sölu í Kína. Öll fyrirtækin hafa uppi mikil áform um aukna sölu með kynningu á nýjum bílgerðum. BMW kynnti fyrst X1 jeppling sinn í maí á þessu ári, Audi bætir við A4 í lengri gerð en grunngerðin og Benz ætlar að kynna lengri gerð E-Class bíls síns í haust. Ekkert þessara fyrirtækja er með allar sínar bílgerðir á markaði í Kína, en þeim mun fjölga mjög á næstunni.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent