Kvikmyndaaðsókn í Kína dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Fréttablaðið/Getty Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira