Enn á kafi í litunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:30 Aðalsteinn málar mikið yfir sumarið, þá er birtan svo góð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira