Lífið samstarf

Antonio Banderas hannar fatalínu undir merkjum SELECTED Homme

Samstarf Antonio Banderas og Selected hófst snemma árs 2015.
Samstarf Antonio Banderas og Selected hófst snemma árs 2015.
KYNNING Verslanir SELECTED kynntu í dag nýja herrafatalínu sem hönnuð var í samstarfi við engan annan en stórleikarann Antonio Banderas.

Samstarfið  hófst snemma árs 2015 og liggur afraksturinn nú fyrir. „Línan er einstaklega flott, einföld og klassísk og hentar vel við flest tilefni. Banderas vildi leggja áherslu á einfaldleika og þægindi án þess að það myndi bitna á gæðum,“ segir Lovísa Pálmadóttir, markaðsstjóri Bestseller.

Línan er einföld og klassísk og hentar við flest tilefni
„Efnin eru flott, sniðin klæðileg og ættu fylla hvern mann sjálfsöryggi,“ sagði Banderas á blaðamannafundi sem haldinn var í London 6. mars síðastliðinn. Þar sagðist Antonio einfaldlega hafa verið að hanna línu fyrir sjálfan sig; fatalínu sem uppfyllir þarfir þeirra sem vilja líða vel í fötunum sínum.  „Margir karlmenn hafa þörf fyrir að finnast þeir myndarlegir í jakkafötum og hið sama gildir þegar þeir skella sér í stuttermabol og gallabuxur. Það á líka við um mig. Við höfum lagt okkur fram að ná rétta blænum á öllu frá gallabuxum til leðurjakka og að sjálfsögðu á óaðfinnanlega sérsniðnum jakkafötum,“ sagði Banderas.”

Viðtökurnar við línunni hafa vægast sagt verið frábærar segir Lovísa „Hún er ekki stór og það koma ekki mörg eintök af hverri vöru en við áttum heldur ekki alveg von á svona miklum viðbrögðum. Herrarnir okkar hafa verið að taka svakalega vel í þetta og eru greinilega ánægðir með línuna. Eins eru verðin mjög góð,“ segir Lovísa og mælir eindregið með því að menn láti sjá sig sem fyrst svo þeir missi ekki af.  

Antonio Banderas By SELECTED Homme færst bæði í SELECTED Kringlunni og Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.