Enginn unnið fleiri VMA-verðlaun en Beyoncé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 08:37 Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira