Staðalbúnaður Berglind Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun