Þótti gott að þekkja konu sem gat gert við lykkjuföll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 14:15 Maríanna hlakkar til að fræða fólk um sýninguna Hjáverk kvenna í Kornhúsinu í Árbæjarsafni á morgun. Vísir/Hanna Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016. Lífið Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016.
Lífið Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira