Roger Federer í “retro” Mercedes auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 13:30 Federer tekur sig vel út á gærunni. Svissneski tennisleikarinn Roger Federer er enn einn sá besti í heiminum í dag þó svo hann hafi verið lengi að. Honum er greinilega fleira til lista lagt en leika frábæran tennis. Hér sést hann í bráðskemmtilegu kynningarmyndbandi sem vitnar í fortíðina. Federer ferðast þarna einmitt um hin ýmsu tískuskeið síðustu og þessarar aldar og gerir það með stæl. Hann leikur þar tennisgoðsagnirnar Rod Laver, John McEnroe, Andre Agassi og Björn Borg og svo á endanum sjálfan sig. Kynningarmyndbandið er gert vegna tilkomu nýrrar kynslóðar Mercedes Benz SL sportbílsins og í því er lögð áhersla á að bæði bíllinn og Federer eru tímalausar gosagnir. Mercedes Benz SL af nýjustu kynslóð má nú fá í 367 til 630 hestafla útgáfum og sú aflmesta að sjálfsögðu frá AMG deild Mercedes Benz. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Svissneski tennisleikarinn Roger Federer er enn einn sá besti í heiminum í dag þó svo hann hafi verið lengi að. Honum er greinilega fleira til lista lagt en leika frábæran tennis. Hér sést hann í bráðskemmtilegu kynningarmyndbandi sem vitnar í fortíðina. Federer ferðast þarna einmitt um hin ýmsu tískuskeið síðustu og þessarar aldar og gerir það með stæl. Hann leikur þar tennisgoðsagnirnar Rod Laver, John McEnroe, Andre Agassi og Björn Borg og svo á endanum sjálfan sig. Kynningarmyndbandið er gert vegna tilkomu nýrrar kynslóðar Mercedes Benz SL sportbílsins og í því er lögð áhersla á að bæði bíllinn og Federer eru tímalausar gosagnir. Mercedes Benz SL af nýjustu kynslóð má nú fá í 367 til 630 hestafla útgáfum og sú aflmesta að sjálfsögðu frá AMG deild Mercedes Benz.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent