Fjallað verður um uppruna söngkonunnar í Louisiana-fylkinu allt til dagsins í dag. Kafað verður drúpt í fyrrum sambönd og hjónabönd hennar, þá sérstaklega við söngvarann Justin Timberlake. Þau voru eitt ástsælasta par heims í byrjun 21.aldarinnar eins og frægt er. Þau hættu saman vegna þess að talið er að Britney hafi haldið framhjá honum með einum af dönsurunum sínum.
Einnig verður fjallað um móðurhlutverkið og þegar hún féll í heim eiturlyfja og fékk taugaáfall. Unga leikkonan Natasha Bassett hefur verið ráðin til þess að leika Britney í myndinni.
Á morgun kemur út níunda breiðskífa Britney sem heitir "Glory" og hún mun einnig koma fram á VMA verðlaunahátíðinni á sunnudaginn.

