Leikmenn Bayern München fá allir nýjan Audi Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 09:37 Bílaflotinn afhentur og fjölmargir áhorfendur fylgjast með. Nú í upphafi leiktímabils er sá tími sem allir leikmenn stórliðsins Bayern München fá að velja sér nýja gerð Audi bíls sem þeir aka næstu 12 mánuði. Það verður að teljast til eins af ágætum kostum þess að spila fyrir Bayern München. Langflestir leikmenn Bayern, eða 15 talsins, völdu sér Audi RS6 og RS7 bíla sem eru 610 hestafla spyrnukerrur. Þjálfari liðsins, Carlo Angelotti valdi sér hinsvegar flaggskipið Audi A8 og nokkriri leikmenn völdu sér Audi Q7 eða A7 Sportback bíla. Sérstök athöfn var haldin þegar þessir bílar voru afhentir leikmönnunum á Audi Piazza torginu og afhenti stjórnarformaðurinn Rupert Stadler leikmönnum lykla sína. Samstarf Audi og Bayern München hófst árið 2002 og er þetta tímabil því það fimmtánda í röðinni þar sem leikmenn aka eingöngu á Audi bílum. Fyrsti leikur Bayern München á þessu keppnistímabili í Bundeslígunni verður gegn Werder Bremen á föstudaginn og það verður ekki slorlegur floti Audi bíla sem verður fyrir utan leikvanginn að þessu sinni.Thomas Müller glaður með nýja bílinn sinn.Douglas Costa hafði einnig ástæðu til að vera kátur.Frank Ribery fékk sér einn mattan. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent
Nú í upphafi leiktímabils er sá tími sem allir leikmenn stórliðsins Bayern München fá að velja sér nýja gerð Audi bíls sem þeir aka næstu 12 mánuði. Það verður að teljast til eins af ágætum kostum þess að spila fyrir Bayern München. Langflestir leikmenn Bayern, eða 15 talsins, völdu sér Audi RS6 og RS7 bíla sem eru 610 hestafla spyrnukerrur. Þjálfari liðsins, Carlo Angelotti valdi sér hinsvegar flaggskipið Audi A8 og nokkriri leikmenn völdu sér Audi Q7 eða A7 Sportback bíla. Sérstök athöfn var haldin þegar þessir bílar voru afhentir leikmönnunum á Audi Piazza torginu og afhenti stjórnarformaðurinn Rupert Stadler leikmönnum lykla sína. Samstarf Audi og Bayern München hófst árið 2002 og er þetta tímabil því það fimmtánda í röðinni þar sem leikmenn aka eingöngu á Audi bílum. Fyrsti leikur Bayern München á þessu keppnistímabili í Bundeslígunni verður gegn Werder Bremen á föstudaginn og það verður ekki slorlegur floti Audi bíla sem verður fyrir utan leikvanginn að þessu sinni.Thomas Müller glaður með nýja bílinn sinn.Douglas Costa hafði einnig ástæðu til að vera kátur.Frank Ribery fékk sér einn mattan.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent