Vinnustöðvun Volkswagen í 6 verksmiðjum Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:13 Í verksmiðju Volkswagen. Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent
Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent