Fyrrum forstjóri BBC segir brottrekstur Jeremy Clarkson risamistök Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 16:37 Jeremy Clarkson vinnur nú fyrir Amazon Prime og hætt við að BBC sjái á eftir honum. Mark Thompson sem gengdi áður forstjórastöðu hjá BBC segir að það hafi verið gríðarleg mistök að reka þáttastjórnandann Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Thompson var farinn úr starfi forstjóra BBC þegar Clarkson var rekinn fyrir að slá til eins starfsmanns við gerð Top Gear þáttanna, en Thompson gegnir nú starfi forstjóra The New York Times. Hann vill meina að allir þeir kostir sem Jeremy Clarkson hefur fram að færa geri miklu meira en að jafna út galla hans og að BBC hafi átt að hafa þá dirfsku að bera að halda honum í starfi þrátt fyrir óbilgirni hans á tíðum. Þá dirfsku þurfti að hafa þrátt fyrir að erfitt sé að líða starfsfólki sínu að leggja hendur á annað starfsfólk. Arftaki Thompson hjá BBC þurfti að þola líflátshótanir eftir að BBC hafði rekið Jeremy Clarkson úr starfi og sýnir það ágætlega þá ást sem margir af áhorfendum Top Gear þáttanna höfðu á grínaktugu viðmóti Clarkson, og hversu óhræddur hann var í gagnrýni sinni á fólk og bíla. Thompson vill reyndar meina að margir þeir sem horfðu á Top Gear á meðan Jeremy Clarkson var þar þáttastjórnandi, ásamt Richard Hammond og James May, hafi ekki fundið neitt efni á BBC áhugavert nema Top Gear þættirnir og þessa áhorfendur hafi BBC nú að mestu misst. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Mark Thompson sem gengdi áður forstjórastöðu hjá BBC segir að það hafi verið gríðarleg mistök að reka þáttastjórnandann Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Thompson var farinn úr starfi forstjóra BBC þegar Clarkson var rekinn fyrir að slá til eins starfsmanns við gerð Top Gear þáttanna, en Thompson gegnir nú starfi forstjóra The New York Times. Hann vill meina að allir þeir kostir sem Jeremy Clarkson hefur fram að færa geri miklu meira en að jafna út galla hans og að BBC hafi átt að hafa þá dirfsku að bera að halda honum í starfi þrátt fyrir óbilgirni hans á tíðum. Þá dirfsku þurfti að hafa þrátt fyrir að erfitt sé að líða starfsfólki sínu að leggja hendur á annað starfsfólk. Arftaki Thompson hjá BBC þurfti að þola líflátshótanir eftir að BBC hafði rekið Jeremy Clarkson úr starfi og sýnir það ágætlega þá ást sem margir af áhorfendum Top Gear þáttanna höfðu á grínaktugu viðmóti Clarkson, og hversu óhræddur hann var í gagnrýni sinni á fólk og bíla. Thompson vill reyndar meina að margir þeir sem horfðu á Top Gear á meðan Jeremy Clarkson var þar þáttastjórnandi, ásamt Richard Hammond og James May, hafi ekki fundið neitt efni á BBC áhugavert nema Top Gear þættirnir og þessa áhorfendur hafi BBC nú að mestu misst.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent