Ómögulegt að gulusótt komi til Íslands án moskítóflugna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Kongómaður fær bólusetningu við gulusótt í Kisenso-hverfi Kinshasa, höfuðborgar Austur-Kongó. Save the Children fara nú af stað með bólusetningarherferð í borginni en óttast er að sjúkdómurinn verði heimsfaraldur. Nordicphotos/AFP „Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira