Varalitirnir fara á sölu í dag, 30.ágúst, á heimasíðu Pat McGrath klukkan 16.00. Það mun reynast erfitt að koma höndunum yfir einn slíkan pakka enda hafa vörurnar hennar selst upp á innan við mínútu. Þeir sem kannast við brjálæðið í kringum Kylie Lip Kit varalitina, þá verður þetta svipað nema í fjórða veldi.
Hægt verður að kaupa pakka af varalitum sem innihalda tvo liti, glæran gloss og tvær tegundir af glimmeri til þess að setja yfir varalitina.