Bieber steig stundvíslega á svið klukkan 20:30 og opnaði með laginu Mark my words. Tónleikarnir eru mikið sjónarspil en reikna má með því að kanadíski tónlistarmaðurinn spili í einn og hálfan til tvo tíma.
Bros virðist vera á andliti flestra ef ekki allra tónleikagesta ef marka má myndirnar að neðan sem eru brot af þeim sem nú fylla samfélagsmiðlana. Síðari tónleikar Bieber verða á sama stað annað kvöld.