Tónleikarnir fara fram í Kórnum í kvöld og hann kemur einnig fram annað kvöld á sama tónleikastað.
Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur fyrir þessum tónleikum og hefur fyrirtækið verið að undirbúa þá í meira en eitt ár. Yfir 35.000 manns eru á leiðinni á tónleikana báða og er spennan hér á landi orðinn mikil.
Sena leyfði fylgjendum sínum á Facebook að sjá baksviðs í Kórnum með skemmtilegu myndbandi sem sjá má hér að neðan.