Ókei þú átt kannski miða, en hvað veistu um kappann?Vísir/Getty
Poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kórnum eftir örfáa klukkutíma og spennan magnast. Grunnskólanemar í Kópavogi geta vart einbeitt sér, tólf prósent þjóðarinnar ætlar að mæta og aðdáendur reyndu að klifra yfir grindverk á Reykjavíkurflugvelli í gær til að komast nær átrúnaðargoði sínu. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil.
Þá er tilvalið að velta fyrir sér, hversu mikið íslendingar vita í raun um Justin Bieber? Við vitum jú flest að hann er tónlistarmaður og frá Kanada. En það er ýmist í Bieber spunnið.
Taktu prófið hér að neðan, og sjáðu hvað þú veist mikið.