Stjórn Karólínska vikið frá störfum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2016 22:15 Frá einni af fyrstu aðgerðunum þegar gervibarki var græddur í manneskju. vísir/epa Sænska ríkisstjórnin hefur vikið stjórn Karólínska sjúkrahússins frá störfum eftir að rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reuters.Sjúkrahúsið sér um að veita Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en ritari nóbelsverðlaunanefndarinnar hafði áður sagt af sér vegna málsins. Ljóst er að málið er högg á orðstýr sjúkrahússins en rektor Karólínska hefur einnig sagt af sér vegna málsins. Macchiarini var rekinn í mars síðastliðnum þegar upp kom að hann hefði getið upp rangar upplýsingar á ferilskrá sinni og gerst sekur um vanrækslu eftir að tveir sjúklingar hans létust. Yfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú Macchiarini en hann liggur undir grun um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða annars einstaklings. Hann hefur neitað allri sök. Hneyksli rétta orðið Helene Hellmark Knutsson, ráðherra menntamála og rannsókna í Svíþjóð sagði á blaðamannfundi að hneyksli væri rétta orðið yfir málið. „Fólk hefur orðið fyrir skaða vegna gjörða Karolinska stofnunarinnar og Karolinska sjúkrahússins,“ sagði Helene. Ríkisstjórnin tilkynnti uppsagnirnar eftir að niðurstöður óháðrar rannsóknar voru kynntar. Þar sagði að stjórnin hefði sýnt „sláandi hlutleysi“ gagnvart miklu magni af neikvæðum umsögnun þegar Macchiarini var ráðinn. Hellmark Knutsson sagði að rannsóknin leyddi í ljós að sjúkrahúsið hafi brotið lög og reglugerðir og hefði sýnt lögum og siðareglum vanvirðingu. Verðlaunaféi verði ráðstafað til aðstandenda Bo Risberg, fyrrum formaður siðanefndar Karólínska, hefur krafist þess að Nóbels verðlaunin í læknisfræði verði ekki veitt í tvö ár og að verðlaunafénu verði þess í stað ráðstafað til aðstandenda þeirra sjúklinga sem Macchiarini gerði aðgerðir á. Macchiarini var ráðinn til Karólínska árið 2010 til að rannsaka stofnfrumumeðferðir. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson tóku þátt í einni aðgerð Macchiarini árið 2011 þegar Eritríumaðurinn Andemariam Beyene fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum. Tómas og Óskar hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum Macchiarini. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur vikið stjórn Karólínska sjúkrahússins frá störfum eftir að rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reuters.Sjúkrahúsið sér um að veita Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en ritari nóbelsverðlaunanefndarinnar hafði áður sagt af sér vegna málsins. Ljóst er að málið er högg á orðstýr sjúkrahússins en rektor Karólínska hefur einnig sagt af sér vegna málsins. Macchiarini var rekinn í mars síðastliðnum þegar upp kom að hann hefði getið upp rangar upplýsingar á ferilskrá sinni og gerst sekur um vanrækslu eftir að tveir sjúklingar hans létust. Yfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú Macchiarini en hann liggur undir grun um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða annars einstaklings. Hann hefur neitað allri sök. Hneyksli rétta orðið Helene Hellmark Knutsson, ráðherra menntamála og rannsókna í Svíþjóð sagði á blaðamannfundi að hneyksli væri rétta orðið yfir málið. „Fólk hefur orðið fyrir skaða vegna gjörða Karolinska stofnunarinnar og Karolinska sjúkrahússins,“ sagði Helene. Ríkisstjórnin tilkynnti uppsagnirnar eftir að niðurstöður óháðrar rannsóknar voru kynntar. Þar sagði að stjórnin hefði sýnt „sláandi hlutleysi“ gagnvart miklu magni af neikvæðum umsögnun þegar Macchiarini var ráðinn. Hellmark Knutsson sagði að rannsóknin leyddi í ljós að sjúkrahúsið hafi brotið lög og reglugerðir og hefði sýnt lögum og siðareglum vanvirðingu. Verðlaunaféi verði ráðstafað til aðstandenda Bo Risberg, fyrrum formaður siðanefndar Karólínska, hefur krafist þess að Nóbels verðlaunin í læknisfræði verði ekki veitt í tvö ár og að verðlaunafénu verði þess í stað ráðstafað til aðstandenda þeirra sjúklinga sem Macchiarini gerði aðgerðir á. Macchiarini var ráðinn til Karólínska árið 2010 til að rannsaka stofnfrumumeðferðir. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson tóku þátt í einni aðgerð Macchiarini árið 2011 þegar Eritríumaðurinn Andemariam Beyene fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum. Tómas og Óskar hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum Macchiarini.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01
Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07