Neyðarrýming í Kórnum mun taka 7 mínútur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. september 2016 21:00 Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45