Íslensk nútímatónlist í hæfilegum skammti Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 10:15 Haukur Tómasson tónskáld segir að tónskáld læri alltaf mest af því að heyra verk sín flutt. Visir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst möguleiki á því að rölta inn á flutning á nýju íslensku tónverki án endurgjalds. Tónverkið sem hér um ræðir tekur reyndar aðeins um tuttugu mínútur í flutningi og hentar því jafnt byrjendum sem lengra komnum og vanari áheyrendum. Verkið sem kallast Tímans tönn, eftir Hauk Tómasson tónskáld, er samið við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og verður flutt af Caput hópnum í Salnum á sunnudaginn kl. 16. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópran. Haukur segir tilurð verksins reyndar vera nokkuð sérstaka.„Þetta kom þannig til að æskuvinur minn pantaði hjá mér tónverk í tilefni af fimmtugsafmæli eiginkonu sinnar. Ég hafði alveg frjálsar hendur og ég veit svo sem ekki alveg hvað varð til þess að ég valdi að semja þetta við ljóðin hennar Steinunnar. Hún er ein af þeim höfundum og skáldum sem ég hef mætur á og ég var að skoða hvað ég á eftir hana. Þá voru þarna fjögur ljóð sem kveiktu hjá mér einhverjar hugmyndir og mér fannst þau geta átt vel saman með einhverjum tengslum. Ljóð sem tengjast tímanum og árstíðunum. Í þessum ljóðum fann ég líka eiginleika sem hentuðu vel tónlistarpælingum sem að ég var í á þessum tíma. Þetta er svona spurning um hvernig tíminn líður og hversu fyrirsjáanlegur hann er. Hvenær hann gengur sinn vanagang og hvenær eitthvað óvænt kemur upp á. Það finnst mér eiga sér ákveðna hliðstæðu þegar ég hugsa um tónlist þar sem maður er alltaf að takast á við ákveðið jafnvægi á milli endurtekninga og nýrra hugmynda.“ Haukur segir að það hafi alltaf legið fyrir að Caput kæmi að flutningi verksins enda hafi hann lengi unnið mikið með því fólki sem þar starfar. „Ég þekki þau vel og hef unnið með þeim nánast frá upphafi á níunda áratugnum. Það hentar líka vel hversu sveigjanleg samsetning sveitarinnar er hverju sinni þannig að maður getur valið hvaða hljóðfæri maður notar í hvert eitt sinn. Caput er þannig ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir tónskáld og maður lærir í raun alltaf mest á því að fá verkin flutt. Þóra ætlar að svo vera með okkur og hún er frábær söngkona og svo er þetta fimmtán manna sveit með fullt af slagverki. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og frítt inn, þannig að það er tilvalið fyrir fólk að koma við og kynnast íslenskri nútímatónlist í hæfilegum skammti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira