Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Guðrún Jóna Stefánsdottir skrifar 15. september 2016 10:15 Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður opnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institution núna í nóvember. Vísir/Eyþór „Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
„Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira