Það er einhver Ove í okkur öllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 09:30 Þrjóskublesinn Ove hefur sína skoðanir á hlutunum. Siggi Sigurjóns mun koma þeim til skila á sviði Kassans í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Ernir Þegar mér var boðið þetta hlutverk þurfti ég ekki lengi að hugsa mig um. En það er dálítill pakki að opna, hafandi þekkt bókina fyrir,“ segir Siggi Sigurjóns sem frumsýnir einleikinn Maður sem heitir Ove nú á laugardaginn í Kassanum. Hann tekur fram að bókin rúmist ekki öll uppi á sviði. „Það er bara tekin ákveðin lína og ég er fyrst og fremst að túlka leikgerð sem unnin hefur verið upp úr bókinni. Eflaust eru margir búnir að ímynda sér hvernig Ove er – og ég líka – þetta verður mín nálgun. Það er klisja að segja það en þetta er sjálfstætt listaverk, unnið upp úr bók, og hún fer alveg prýðilega ofan í kokið á mér, þessi leikgerð.“ Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óþolandi en líka hvað hún er sjarmerandi og góð manneskja, að sögn Sigga. „Ég held að margir geti speglað sig í Ove þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er einhver Ove í okkur öllum inn við beinið, að minnsta kosti er fullt af Ove í mér. Það kemur líka í ljós hvaða mann hann hefur að geyma þegar upp er staðið.“ Sýningin er um 70 mínútur og án hlés. Bjarni Haukur er leikstjóri en Siggi er einn á sviðinu og mun túlka ýmsar aðrar persónur en Ove. Nágrannarnir koma mikið við sögu enda fjallar leikritið fyrst og fremst um samskipti Ove við þá. „Þetta hefur verið skemmtileg glíma en erfið. Þótt ég sé alvanur að læra texta er þetta óvanalega stór skammtur í einu. Svo hef ég verið svolítið einmana á sviðinu en það verð ég hins vegar ekki þegar áhorfendur eru komnir í salinn, þá er aðalmótleikari minn mættur og um það snýst leikhúsið.“ En minnir hlutverkið Sigga á eitthvað annað sem hann hefur fengist við. „Nei, þetta er nú eiginlega nýr litur í regnbogann minn á ferlinum og það er voða gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september 2016. Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar mér var boðið þetta hlutverk þurfti ég ekki lengi að hugsa mig um. En það er dálítill pakki að opna, hafandi þekkt bókina fyrir,“ segir Siggi Sigurjóns sem frumsýnir einleikinn Maður sem heitir Ove nú á laugardaginn í Kassanum. Hann tekur fram að bókin rúmist ekki öll uppi á sviði. „Það er bara tekin ákveðin lína og ég er fyrst og fremst að túlka leikgerð sem unnin hefur verið upp úr bókinni. Eflaust eru margir búnir að ímynda sér hvernig Ove er – og ég líka – þetta verður mín nálgun. Það er klisja að segja það en þetta er sjálfstætt listaverk, unnið upp úr bók, og hún fer alveg prýðilega ofan í kokið á mér, þessi leikgerð.“ Það sem er fyrst og fremst heillandi við aðalpersónuna er hvað hún er hryllilega óþolandi en líka hvað hún er sjarmerandi og góð manneskja, að sögn Sigga. „Ég held að margir geti speglað sig í Ove þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Það er einhver Ove í okkur öllum inn við beinið, að minnsta kosti er fullt af Ove í mér. Það kemur líka í ljós hvaða mann hann hefur að geyma þegar upp er staðið.“ Sýningin er um 70 mínútur og án hlés. Bjarni Haukur er leikstjóri en Siggi er einn á sviðinu og mun túlka ýmsar aðrar persónur en Ove. Nágrannarnir koma mikið við sögu enda fjallar leikritið fyrst og fremst um samskipti Ove við þá. „Þetta hefur verið skemmtileg glíma en erfið. Þótt ég sé alvanur að læra texta er þetta óvanalega stór skammtur í einu. Svo hef ég verið svolítið einmana á sviðinu en það verð ég hins vegar ekki þegar áhorfendur eru komnir í salinn, þá er aðalmótleikari minn mættur og um það snýst leikhúsið.“ En minnir hlutverkið Sigga á eitthvað annað sem hann hefur fengist við. „Nei, þetta er nú eiginlega nýr litur í regnbogann minn á ferlinum og það er voða gaman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september 2016.
Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira