Porsche Panamera langbakur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 15:15 Langa Panameran sem sést hefur á Nürburgring brautinni. Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Porsche hefur nýverið kynnt aðra kynslóð stóra fjölskyldubílsins Panamera, en ætlar honum greinilega enn stærra hlutverk. Heyrst hefur að þar á bæ sé nú unnið að langbaksgerð bílsins sem kynnur verður á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Bíllinn kæmi þó líklega ekki á markað fyrr en árið 2018. Sést hefur til Panamera bíls með lengra þaki en hefðbundni bíllinn á Nürgburgring brautinni í Þýskalandi og það gæti bent til þess að bíllinn sé langt kominn á þróunarskeiðinu og langt að því framleiðsluhæfur. Ekki eru til margir keppinautar svona bílgerðar í lúxusflokki, en þó er rétt að geta Mercedes Benz E-Class wagon, Mercedes Benz CLS Shooting Brake og Audi RS6 Avant. Ef Panamera langbakur fer í framleiðslu má búast við honum með sömu vélum og í nýju kynslóðinni, frá 440 til 550 hestafla. Það eru sannarlega öflugar vélar en enn myndi Audi RS6 Avant skáka bílnum í afli með sinni 605 hestafla vél.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent