Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 19:45 Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent