Tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir í Kaldalóni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2016 09:30 Strom & Wasser ásamt gestum: Haukur Gröndal, Ingó Hassenstein, Heinz Ratz, Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson, Burkhand Ruppaner, Manu Amon og Luca Seitz. „Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira