11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2016 14:45 Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. Vísir/Getty Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári. Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Að minnsta kosti eitt þúsund manns hafa látist af völdum veikinda eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Reiknað er með að fleiri muni látast af þessum völdum en létu lífið í árásanum sjálfum.Sjá einnig:15 ár frá árásinni á TvíburaturnanaVíða um heim er þess minnst í dag að fimmtán ár eru frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaide létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana.Á vef Guardian er fjallað sérstaklega um þá fjölmörgu sem glímt hafa við veikindi í kjölfar 11. september.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir turnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. „Þetta var ógeðslegt,“ segir Merita Zejnuni,“ sem var að störfum í byggingu skammt frá World Trade Center að morgni árásanna. „Þetta þakti háls manns og andlit. Þetta var út um allt. Ég leit út eins og draugur.“Ryk- og öskuskýið frá turnunnum þakti nærliggjandi svæði.Vísir/GettySagt að loftgæði í kringum „Hrúguna“ væru í góðu lagi Zenjuni þjáðist af alvarlegum, krónsískum hósta á árunum eftir árásirnar og glímir í dag við brjóstakrabbamein sem rekja má beint til þess að hafa komist í snertingu við þessa eitruðu blöndu sem leystist úr læðingi eftir árásirnar. „Á innan við fimm árum munum við standa á þeim tímamótum að fleiri hafi látist vegna veikinda í tengslum við árásirnar 11. september en létust í árásunum sjálfum,“ segir Jim Melius, læknir hjá Verkalýðssamtökum New York en yfir 37 þúsund manns glíma við veikindi eftir að hafa komist í snertingu við eiturblönduna. Talið er að á næstu fimm árum megi rekja fimm þúsund dauðföll beint til veikinda vegna 11. september. Yfirvöld í New York, ásamt Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sögðu skömmu eftir árásirnar að loftgæði á svæðinu í kringum rústirnar væru óskert. Þáverandi yfirmaður EPA hefur nú beðist afsökunar á slíkum yfirlýsingum og segir að það hafi verið mistök að gefa slíkt út.Fjölmargir komu að björgunar- og hreinsunarstörfum við hrikalegar aðstæður.Vísir/GettyVonast til þess að reist verði sérstakt minnismerki um þá sem látist hafa af veikindum Þeir sem komu að björgunar- og eða hreinsunarstörfum og fundu fyrir veikindum síðar háðu mikla baráttu fyrir því að fá bætur og árið 2010 samþykkti bandaríska þingið hin svokölluðu Zadroga-lög þar sem fjórir milljarðar dollara voru lagðir í sjóð til þess að bæta hreinsunar- og björgunarstarfsfólki skaðann. Lögin voru skírð eftir lögregluforingja sem lést árið 2006 vegna öndunarfærasjúkdóms eftir að hafa starfað við björgunarstörf við World Trade Center. Ári síðar var sérstöku verkefni komið á fót þar sem þeir sem komu að björgunar- og hreinsunarstarfi geta sótt sér heilsugæslu vegna veikinda sem rekja má til 11. septembers. 75 þúsund hafa skráð sig í heilsugæsluna. Engin gögn eru til um það hversu margir létust af völdum slíkra veikinda á árunum 2001 til 2011 og er óttast að sú tala sé mun hærri en þau þúsund tilvik sem vitað er um. Hafa ættingar þeirra sem látist hafa af þessum völdum óskað eftir því að sérstakt minnismerki verði reist á minningarreit fórnarlamba árásanna sem finna má á þeim stað sem turnarnir stóðu á áður. Vonast þeir til þess að það verði reist í tæka tíð fyrir 11. september á næsta ári.
Tengdar fréttir 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana Þann 9. september árið 2001 var mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar framin í New York. 11. september 2016 14:00