Skilaboðin voru einföld og má sjá þau hér að neðan. „Ísland, ég elska þig,“ segir Bieber og hafa tæplega sextíu þúsund manns líkað við tístið.
Iceland I love you. Thank you
— Justin Bieber (@justinbieber) September 10, 2016
Skiptar skoðanir hafa verið á frammistöðu Bieber á tónleikunum. Gagnrýnandi Vísis gaf tónleikunum á fimmtudag fjórar stjörnur af fimm og fulltrúi Vísis, sem fór á báða tónleikana sagði Bieber hafa staðið sig betur á föstudagskvöldinu en kvöldið á undan.
Margir hafa pirrað sig á því hve mikið Bieber „mæmaði“ á tónleikunum. Þá sendi gagnrýnandi Grapevine Justin Bieber tóninn og sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með tónleikana.