Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 13:04 Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari er í skýjunum með tónleika Justin Bieber hér á landi. vísir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“ Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10