Fagnar stórafmæli á afrétti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 10:15 Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Vísir/GVA „Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Sjá meira