GoPro í vandræðum: Trompað af nýjum dróna DJI Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2016 15:27 DJI og GoPro eru nú í harðri samkeppni á drónamarkaði. Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega. Tækni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega.
Tækni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira