Kom sjálfri sér mest á óvart Ritstjórn skrifar 29. september 2016 15:30 Birna Magg er einn af NYX sérfræðingum landsins og lenti í topp 5 í alþjóðlegri förðunarkeppni á þeirra vegum. Birna Magg kom sá og sigraði hjörtu NYX aðdáenda á Norðurlöndunum þegar hún tók þátt í keppninni NYX Nordic Face Awards í fyrra en þar lenti hún í topp 5 hópnum og ferðaðist til Stokkhólms til að vera viðstödd verðlaunaafhendingu. Partur af því að taka þátt í keppninni var að fá að prófa vörur, hanna alls konar farðanir með vörunum og taka upp myndbönd með sýnikennslum. En titillinn sem sigurvegarinn hlýtur er Vlogger of the year en í þetta sinn sigraði hin sænska Ellinor Rosander. Bæði Birna og Ellinor ætla að fagna því þegar NYX opnar sína fyrstu flaggskipsverslun á Íslandi á laugardaginn næstkomandi í Hagkaup Kringlunni. Fyrir þær sem þekkja ekki merkið út í gegn er ekki úr vegi að fræðast um vörurnar og merkið frá Birnu og fá ráð um hvaða vörur er ómissandi að skoða á laugardaginn kemur. Svo er auðvitað ómissandi að fylgja henni á Instagram hér. 1. Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt í NYX Nordic Face Awards?Ég hef fylgst með bandarísku keppninni lengi. Það vakti hjá mér spennu þegar ég sá NYX Nordics á Instagram auglýsa þeirra keppni og ég ákvað að slá til. Ég hef verið að gera förðunarmyndbönd á YouTube í langan tíma og hafði engu að tapa. Ég bjóst svo sem ekkert við að komast áfram, en fannst ég verða að vera með.2. Hvað kom þér mest á óvart í ferlinu sjálfu?Ég kom sjálfri mér mest á óvart! Ég er vön að halda mig innan ákveðins þægindaramma og það kviknaði í mér eitthvað keppnisskap sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég hefði til dæmis getað gert myndböndin mín á íslensku, en ákvað að hafa þau á ensku til að ná til sem flestra. Það að fara út til Stokkhólms var líka ákveðinn sigur út af fyrir sig. Ég komst ekki upp með að sitja bara úti í horni. Þetta var lærdómsríkt ferli og ég skemmti mér konunglega.3. Hvað er það besta við NYX merkið?Vöru- og litaúrvalið. Möguleikarnir eru endalausir og það er svo ferskur blær á merkinu. Fólkið á bakvið NYX þorir að taka áhættur og þar af leiðandi þorir maður því sjálfur líka. Mér finnst merkið alltaf vera á uppleið og ég hlakka til að sjá það blómstra á Íslandi.4. Hverjar eru 5 uppáhalds vörurnar þínar frá NYX?Prismatic augnskuggarnir eru í sérstöku uppáhaldi. Þeir eru svo mjúkir og áferðarfallegir. Ég get samt ekki valið einn lit! Highligh og contour pallettuna nota ég mjög mikið. Skyggingarlitirnir eru svo fallegir, enda er þessi palletta mikið notuð af förðunarfræðingum úti í heimi. Lip lingerie varalitirna elska ég. Allir ættu að geta fundið sinn fullkomna nude lit í línunni, en varalitirnir eru fljótandi og tolla lengi á vörunum. Minn uppáhalds heitir corset. Setting spreyin eru æðisleg, með þeim betri sem ég hef notað. Ég er alltaf með annað hvort matt eða ‘dewy’ í töskunni minni. Þau eru létt á húðinni en halda öllu á sínum stað og búa til fallega áferð. Síðasta varan kom mér rosalega mikið á óvart. Ég er ekki vön að nota varaglossa, en þessir eru öðruvísi en þeir sem ég hef prófað. Intense butter glossarnir eru mjög litsterkir og ekki eins klístraðir og margir glossar. Litirnir eru allir fallegir, en ef ég ætti að velja einn, þá væri það ‘berry strudel’. Birna og Ellinor munu formlega opna NYX verslunina á laugardaginn klukkan 13:00 en dagskráin sjálf fyrir opnuna hefst klukkan 12:00. Förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School sýna NYX farðanir og bjóða gestum upp á að prófa varaliti frá merkinu. Í Evrópu hefur myndast sú hefð að löng röð myndast fyrir framan þegar ný verslun opnar og það er sannarlega þess virði að stilla sér upp í henni því 200 fremstu í röðinni fá sérstaka gjöf frá NYX.Glamour í samstarfi við NYX á Íslandi standa fyrir gjafaleik á Facebook - endilega taktu þátt hér. Glamour Fegurð Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Airwaves dress dagsins Glamour Baksviðs með Bob Glamour
Birna Magg kom sá og sigraði hjörtu NYX aðdáenda á Norðurlöndunum þegar hún tók þátt í keppninni NYX Nordic Face Awards í fyrra en þar lenti hún í topp 5 hópnum og ferðaðist til Stokkhólms til að vera viðstödd verðlaunaafhendingu. Partur af því að taka þátt í keppninni var að fá að prófa vörur, hanna alls konar farðanir með vörunum og taka upp myndbönd með sýnikennslum. En titillinn sem sigurvegarinn hlýtur er Vlogger of the year en í þetta sinn sigraði hin sænska Ellinor Rosander. Bæði Birna og Ellinor ætla að fagna því þegar NYX opnar sína fyrstu flaggskipsverslun á Íslandi á laugardaginn næstkomandi í Hagkaup Kringlunni. Fyrir þær sem þekkja ekki merkið út í gegn er ekki úr vegi að fræðast um vörurnar og merkið frá Birnu og fá ráð um hvaða vörur er ómissandi að skoða á laugardaginn kemur. Svo er auðvitað ómissandi að fylgja henni á Instagram hér. 1. Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt í NYX Nordic Face Awards?Ég hef fylgst með bandarísku keppninni lengi. Það vakti hjá mér spennu þegar ég sá NYX Nordics á Instagram auglýsa þeirra keppni og ég ákvað að slá til. Ég hef verið að gera förðunarmyndbönd á YouTube í langan tíma og hafði engu að tapa. Ég bjóst svo sem ekkert við að komast áfram, en fannst ég verða að vera með.2. Hvað kom þér mest á óvart í ferlinu sjálfu?Ég kom sjálfri mér mest á óvart! Ég er vön að halda mig innan ákveðins þægindaramma og það kviknaði í mér eitthvað keppnisskap sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég hefði til dæmis getað gert myndböndin mín á íslensku, en ákvað að hafa þau á ensku til að ná til sem flestra. Það að fara út til Stokkhólms var líka ákveðinn sigur út af fyrir sig. Ég komst ekki upp með að sitja bara úti í horni. Þetta var lærdómsríkt ferli og ég skemmti mér konunglega.3. Hvað er það besta við NYX merkið?Vöru- og litaúrvalið. Möguleikarnir eru endalausir og það er svo ferskur blær á merkinu. Fólkið á bakvið NYX þorir að taka áhættur og þar af leiðandi þorir maður því sjálfur líka. Mér finnst merkið alltaf vera á uppleið og ég hlakka til að sjá það blómstra á Íslandi.4. Hverjar eru 5 uppáhalds vörurnar þínar frá NYX?Prismatic augnskuggarnir eru í sérstöku uppáhaldi. Þeir eru svo mjúkir og áferðarfallegir. Ég get samt ekki valið einn lit! Highligh og contour pallettuna nota ég mjög mikið. Skyggingarlitirnir eru svo fallegir, enda er þessi palletta mikið notuð af förðunarfræðingum úti í heimi. Lip lingerie varalitirna elska ég. Allir ættu að geta fundið sinn fullkomna nude lit í línunni, en varalitirnir eru fljótandi og tolla lengi á vörunum. Minn uppáhalds heitir corset. Setting spreyin eru æðisleg, með þeim betri sem ég hef notað. Ég er alltaf með annað hvort matt eða ‘dewy’ í töskunni minni. Þau eru létt á húðinni en halda öllu á sínum stað og búa til fallega áferð. Síðasta varan kom mér rosalega mikið á óvart. Ég er ekki vön að nota varaglossa, en þessir eru öðruvísi en þeir sem ég hef prófað. Intense butter glossarnir eru mjög litsterkir og ekki eins klístraðir og margir glossar. Litirnir eru allir fallegir, en ef ég ætti að velja einn, þá væri það ‘berry strudel’. Birna og Ellinor munu formlega opna NYX verslunina á laugardaginn klukkan 13:00 en dagskráin sjálf fyrir opnuna hefst klukkan 12:00. Förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School sýna NYX farðanir og bjóða gestum upp á að prófa varaliti frá merkinu. Í Evrópu hefur myndast sú hefð að löng röð myndast fyrir framan þegar ný verslun opnar og það er sannarlega þess virði að stilla sér upp í henni því 200 fremstu í röðinni fá sérstaka gjöf frá NYX.Glamour í samstarfi við NYX á Íslandi standa fyrir gjafaleik á Facebook - endilega taktu þátt hér.
Glamour Fegurð Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour Adele gifti bestu vini sína Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Eltar af ljósmyndurum í nýjustu herferð Balenciaga Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Airwaves dress dagsins Glamour Baksviðs með Bob Glamour