Úr gríninu í alvöruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 29. september 2016 09:30 Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer með hlutverk í spennumyndinni Grimmd. Hér er hún ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur. Vísir/GVA „Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september. Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september.
Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira