Hann birti þrjár mismunandi forsíður fyrir vetrarútgáfu tímaritsins Another Man. Það er greinilegt að forsíðurnar eru innblásnar af drengjasveitunum Bítlunum, Rolling Stones og svo Elvis Presley.
Forsíðurnar eru allar flottar og við eigum erfitt með að gera upp með okkur hver er okkar uppáhalds. Inni í blöðunum er viðtal við Harry sem er tekið af Paul McCartney og Chelsea Handler sem er ekki hægt að telja slæmt. Blaðið á að lenda í búðum erlendis 29.september og vonandi fljótlega eftir það hér á Íslandi.