Matt LeBlanc aðalþáttastjórnandi Top Gear næstu tvö árin Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 13:42 Matt LeBlanc verður aðalþáttastjórnandi Top Gear. Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent