Eyddu 242 milljörðum í ekkert Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 13:47 Talsverður munur er á verði 87 og 93 oktana bensíns í Bandaríkjunum. Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent
Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent