Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2016 22:15 Skjáskotið sem gengur um á netinu og virðist sýna boltann vel fyrir innan línuna. Boltinn er þó í loftinu og engin leið að fullyrða að hann sé inni. Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar deila nú á Facebook og Twitter skjáskoti af sigurmarki Íslands í kvöld sannfærðir um að boltinn sé inni. Svo virðist sem boltinn liggi á grasinu vel fyrir innan línuna en þar með er ekki öll sagan sögð. Skjáskotið er nefnilega blekkjandi. Það er tekið úr myndbroti, úr sjónarhorni einnar myndavélar á Laugardalsvelli í kvöld, sem fer einnig sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þar má glögglega sjá að þegar skjáskotið er tekið er boltinn í loftinu, ekki á grasinu. Vera má að boltinn sé kominn yfir línuna en engin leið er að fullyrða um það. Hafa verður í huga að allur boltinn verður að vera kominn yfir línuna. Myndin hér að neðan útskýrir það betur.Þjálfari Finna, Hans Backe, var afar ósáttur með dómara leiksins og taldi markið ólöglegt. Svo virtist sem hann hefði talið um rangstöðu að ræða í aðdragandanum, Ragnar hefði notað hendina og svo hefði Alfreð sparkað boltanum úr höndum markvarðar Finna. Norski dómarinn virðist hins vegar hafa dæmt markið þegar Ragnar setti boltann í átt að marki, hvort sem boltinn fór yfir línuna eða ekki. Líklega mun aldrei fást fullkomlega úr því skorið hvort mark Íslands var löglegt eða ekki. En eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari komst að orði á blaðamannafundi í kvöld: „Mér er í rauninni alveg sama, hvort markið hafi verið löglegt og hvað Backe segir.“ Líklega taka flestir Íslendingar undir með Eyjapeyjanum.Uppfært klukkan 09:05Nýtt sjónarhorn virðist sýna að boltinn hafi aldrei allur farið yfir marklínuna. Sjá hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Ragnar: Tek markið 100% á mig Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. 6. október 2016 21:27
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09