Eyrún Ósk hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 17:56 Eyrún Ósk Jónsdóttir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í dag. mynd/reykjavíkurborg Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Eyrún eigi að baki feril sem rithöfundur, leikstjóri og leikari en hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur tvö kvikmyndahandrit. Þá hefur Eyrún jafnframt sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Alls bárust 52 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni í keppnina en dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason. „Verðlaunabókin fæst að sögn dómnefndar við heim hinna óskrifuðu reglna. Að baki bókinni liggja spurningar eins og; hverjar eru hinar óskráðu reglur, hver setti þær, hvernig eru þær hugsaðar, hvaða refsing liggur við að brjóta þær og hve mikið er að marka þær? Dómnefndin var einhuga um að ljóðin töluðu með ferskum hætti inn í hversdagleika okkar Íslendinga og opnuðu augu okkar með ljóðrænum, hugvitsamlegum og frumlegum hætti fyrir dularfullum mörkum einkalífs og opinbers lífs og væru því afar vel að Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar komin,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Eyrún eigi að baki feril sem rithöfundur, leikstjóri og leikari en hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur tvö kvikmyndahandrit. Þá hefur Eyrún jafnframt sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Alls bárust 52 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni í keppnina en dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason. „Verðlaunabókin fæst að sögn dómnefndar við heim hinna óskrifuðu reglna. Að baki bókinni liggja spurningar eins og; hverjar eru hinar óskráðu reglur, hver setti þær, hvernig eru þær hugsaðar, hvaða refsing liggur við að brjóta þær og hve mikið er að marka þær? Dómnefndin var einhuga um að ljóðin töluðu með ferskum hætti inn í hversdagleika okkar Íslendinga og opnuðu augu okkar með ljóðrænum, hugvitsamlegum og frumlegum hætti fyrir dularfullum mörkum einkalífs og opinbers lífs og væru því afar vel að Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar komin,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning