Björn Bergmann og Ögmundur byrja gegn Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 17:30 Björn Bergmann Sigurðarson byrjar í sínum öðrum landsleik fyrir A-landslið Íslands. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45