Þreytir frumraun sína á sviði Borgarleikhússins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. október 2016 09:45 Davíð Þór Katrínarson fer með hlutverk í sýningunni Ræman sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. vísir/Ernir „Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er. Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er.
Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira