Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 11:37 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Youtube/Molde Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira