Hluthafar í Volkswagen vilja 1.055 milljarða í bætur Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 10:29 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent
Þeir voru heldur betur ekki kátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volkswagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrirtækisins síðastliði haust. Þeir fara nú fram á myndarlegar bætur fyrir misgjörðir Volkswagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum Evra, eða 1.055 milljörðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inná borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuðstöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötvun hneykslisins í síðasta mánuði. Sá dagur markaði þau tímamót að hann var síðasti dagurinn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volkswagen hefur nú þegar samþykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjunum, eða sem nemur 1.903 milljörðum króna. Hlutabréf í Volkswagen féll um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volkswagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent