Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2016 18:30 Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“ Landsdómur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“
Landsdómur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira