Souness: Liverpool getur orðið meistari Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 12:30 Souness og Henry ræddu stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer annað kvöld. Vísir/Getty Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira