Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Ritstjórn skrifar 13. október 2016 15:00 Michelle er ein best klædda kona Bandaríkjana. Mynd/Getty Meredith Koop hefur verið stílisti Michelle Obama frá árinu 2009, eða frá því að Barack Obama var settur inn í embætti Forseta Bandaríkjanna. Allt því frá hefur klæðaburður Michelle vakið mikla athygli. Hún klæðist að mestu bandarískum merkjum, hvort sem það eru þekkt tískuhús, ungir og upprennandi hönnuðir eða ódýrari merki sem að hinn almenni borgari verslar við. Meredith segir að strax í upphafi hafi þær sett sér það markmið að útrýma hugtakinu "first ladyish" eða forsetarfrúarlegt. Það hefur verið notað um klæðnað sem þykir fínn, hefðbundinn og sæma forsetafrúum. Obama og Koop treysta á hvor aðra en Michelle segir Meredith vera einn mikilvægasti starfsmaðurinn á skrifstofu sinni. Hún kunni að velja föt fyrir hvert tilefni, hvort sem það er fyrir fínar veislur, heimsóknir erlendir, hitta hermenn og þar fram eftir götunum. Sjálf segir Koop að það sé mikill heiður að vinna fyrir forsetafrúnna og hún sé afar opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt og taka áhættur. Meredith Koop pósar á lóð Hvíta Hússins.Mynd/SkjáskotEftirminnilegasti kjóll Michelle er hvíti Jason Wu kjóllinn sem hún klæddist á innsetningarballi Obama árið 2009. Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour
Meredith Koop hefur verið stílisti Michelle Obama frá árinu 2009, eða frá því að Barack Obama var settur inn í embætti Forseta Bandaríkjanna. Allt því frá hefur klæðaburður Michelle vakið mikla athygli. Hún klæðist að mestu bandarískum merkjum, hvort sem það eru þekkt tískuhús, ungir og upprennandi hönnuðir eða ódýrari merki sem að hinn almenni borgari verslar við. Meredith segir að strax í upphafi hafi þær sett sér það markmið að útrýma hugtakinu "first ladyish" eða forsetarfrúarlegt. Það hefur verið notað um klæðnað sem þykir fínn, hefðbundinn og sæma forsetafrúum. Obama og Koop treysta á hvor aðra en Michelle segir Meredith vera einn mikilvægasti starfsmaðurinn á skrifstofu sinni. Hún kunni að velja föt fyrir hvert tilefni, hvort sem það er fyrir fínar veislur, heimsóknir erlendir, hitta hermenn og þar fram eftir götunum. Sjálf segir Koop að það sé mikill heiður að vinna fyrir forsetafrúnna og hún sé afar opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt og taka áhættur. Meredith Koop pósar á lóð Hvíta Hússins.Mynd/SkjáskotEftirminnilegasti kjóll Michelle er hvíti Jason Wu kjóllinn sem hún klæddist á innsetningarballi Obama árið 2009.
Mest lesið Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskarinn 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Airwaves 2017: Skraut, silfur og bleikt Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour "Ég fer bara í það sem mér sýnist þegar mér sýnist" Glamour Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Glamour