Suárez jafnaði met en Agüero lét verja frá sér vítaspyrnu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:00 Luis Suárez er á leið með að verða markahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. vísir/getty Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira