Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 08:00 Strákarnir okkar eru sem fyrr langbestir á Norðurlöndum og nú betri en Tyrkir. vísir/ernir Íslenska landsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á heimslista FIFA þegar nýr listi verður birtur á fimmtudaginn í næstu viku. Það stekkur upp um sex sæti en á síðasta lista var Ísland númer 27 á listanum. Sem fyrr er það spænski tölfræðingurinn Alexis Martín sem reiknar út stöðu 60 efstu liðanna og birtir niðurstöðuna á undan FIFA á Twitter-síðu sinni, en Spánverjanum skeikar aldrei um eitt stig. Strákarnir okkar hafa aldrei verið ofar á listanum en þeir bæta eigið met um eitt sæti. Ísland stökk upp um tólf sæti eftir Evrópumótið í Frakklandi þar sem það kom allri álfunni á óvart og endaði á meðal átta efstu, en eftir EM í Frakklandi var Ísland í 22. sæti. Íslenska liðið fór aðeins að síga niður listann eftir EM en það var í 27. sæti þegar kom að síðustu landsleikjaviku sem kláraðist formlega í gær. Þar innbyrtu strákarnir okkar tvo sigra á Finnum og Tyrkjum og skjótast nú upp um sex sæti.Þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu var það í miklum vandræðum og fór neðst niður í 131. sæti heimslistans. Tvíeykið Lars og Heimir kom liðinu í 22. sætið með frábærum árangri á EM en nú er Heimir búinn að gera enn betur og ná bestu stöðu á listanum í sögu landsliðsins. Sem fyrr eru strákarnir okkar konungar norðursins en þeir eru ekki bara efstir af Norðurlandaþjóðunum heldur langefstir. Svíar fara upp um tvö sæti og sitja í 39. sæti en Danir fara niður um sex sæti og eru í 50. sæti á nýjum lista. Noregur, sem var í 70. sæti á síðasta lista, og Finnar, sem voru númer 85, eru ekki á topp 60 frekar en Færeyingar. Ísland er einnig orðið næst besta liðið í I-riðli undankeppni HM 2018 en á meðan okkar menn fara upp um sex sæti fara Tyrkir niður um fjögur í 25. sæti. Tyrkland var í 21. sæti fyrir síðustu landsleikjaviku en íslenska liðið skýst nú upp fyrir Tyrki eftir glæsilegan 2-0 sigur á þeim.Króatía er sem fyrr efst af liðunum í riðli Íslands. Króatíska liðið er í 16. sæti heimslistans og mætir Íslandi í byrjun nóvember í uppgjöri um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2018. Úkraína er í 29. sæti en Kósóvó og Finnland eru ekki á meðal 60 efstu liða heimslistans. Argentína heldur toppsætinu en Þjóðverjar taka annað sætið af Belgum sem falla niður í það fjórða. Brasilía heldur áfram að sækja í sig veðrið en Brassar fara upp um eitt sæti í það þriðja. England heldur sinni stöðu í 12. sæti heimslistans.Topp tíu: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Brasilía 4. Belgía 5. Kólumbía 6. Síle 7. Frakkland 8. Portúgal 9. Úrúgvæ 10. SpánnEste es el TOP-60 del Ranking FIFA que será publicado el próximo 20 de octubre. Para vosotros siempre lo mejor y antes que nadie ;-) pic.twitter.com/ttev62nGca— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 12, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á heimslista FIFA þegar nýr listi verður birtur á fimmtudaginn í næstu viku. Það stekkur upp um sex sæti en á síðasta lista var Ísland númer 27 á listanum. Sem fyrr er það spænski tölfræðingurinn Alexis Martín sem reiknar út stöðu 60 efstu liðanna og birtir niðurstöðuna á undan FIFA á Twitter-síðu sinni, en Spánverjanum skeikar aldrei um eitt stig. Strákarnir okkar hafa aldrei verið ofar á listanum en þeir bæta eigið met um eitt sæti. Ísland stökk upp um tólf sæti eftir Evrópumótið í Frakklandi þar sem það kom allri álfunni á óvart og endaði á meðal átta efstu, en eftir EM í Frakklandi var Ísland í 22. sæti. Íslenska liðið fór aðeins að síga niður listann eftir EM en það var í 27. sæti þegar kom að síðustu landsleikjaviku sem kláraðist formlega í gær. Þar innbyrtu strákarnir okkar tvo sigra á Finnum og Tyrkjum og skjótast nú upp um sex sæti.Þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu var það í miklum vandræðum og fór neðst niður í 131. sæti heimslistans. Tvíeykið Lars og Heimir kom liðinu í 22. sætið með frábærum árangri á EM en nú er Heimir búinn að gera enn betur og ná bestu stöðu á listanum í sögu landsliðsins. Sem fyrr eru strákarnir okkar konungar norðursins en þeir eru ekki bara efstir af Norðurlandaþjóðunum heldur langefstir. Svíar fara upp um tvö sæti og sitja í 39. sæti en Danir fara niður um sex sæti og eru í 50. sæti á nýjum lista. Noregur, sem var í 70. sæti á síðasta lista, og Finnar, sem voru númer 85, eru ekki á topp 60 frekar en Færeyingar. Ísland er einnig orðið næst besta liðið í I-riðli undankeppni HM 2018 en á meðan okkar menn fara upp um sex sæti fara Tyrkir niður um fjögur í 25. sæti. Tyrkland var í 21. sæti fyrir síðustu landsleikjaviku en íslenska liðið skýst nú upp fyrir Tyrki eftir glæsilegan 2-0 sigur á þeim.Króatía er sem fyrr efst af liðunum í riðli Íslands. Króatíska liðið er í 16. sæti heimslistans og mætir Íslandi í byrjun nóvember í uppgjöri um efsta sæti riðilsins í undankeppni HM 2018. Úkraína er í 29. sæti en Kósóvó og Finnland eru ekki á meðal 60 efstu liða heimslistans. Argentína heldur toppsætinu en Þjóðverjar taka annað sætið af Belgum sem falla niður í það fjórða. Brasilía heldur áfram að sækja í sig veðrið en Brassar fara upp um eitt sæti í það þriðja. England heldur sinni stöðu í 12. sæti heimslistans.Topp tíu: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Brasilía 4. Belgía 5. Kólumbía 6. Síle 7. Frakkland 8. Portúgal 9. Úrúgvæ 10. SpánnEste es el TOP-60 del Ranking FIFA que será publicado el próximo 20 de octubre. Para vosotros siempre lo mejor y antes que nadie ;-) pic.twitter.com/ttev62nGca— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 12, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30